Í dag er 19 júni og ansi mikið um að vera.
Listasumar á Akureyri verður sett með viðhöfn í Ketilhúsinu og að sjálfsögðu ættu allar konur ða mæta í bleikum fatnaði - karlarnir líka.
Dagurinn hófst með kossaflóði og orkuknúsum áður en haldið var í sund. Litla skotta er komin í góða æfingu og hjólaði af krafti. Eftir sund spurði hún hvort hún mætti ekki bara syngja í staðinn fyrir að tala - þar sem erfitt er að þegja lengi. Það var því glöð lítil stúlka sem söng og trallaði niður Listagilið og í gegnum bæinn - alla leið niðrá eyri var sungið um sumarið - sem við erum að fara að sækja til Spánar þar sem lítið fer fyrir sólinni hér.
Bleikar kveðjur
Bloggar | 19.6.2008 | 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessa dagana er sundið stundað af miklu kappi. Á góðum degi er fátt betra en að skella sér í hina frábæru Akureyrarlaug sem kölluð er Brekkulaug á mínum bæ. Ástæðan er augljós - við búum á brekkunni og þurfum að klifra upp upp upp nokkrar brattar brekkur á leið í laugina. Í dag var haldið af stað þegar sólin skein og litla bleika hjólið valið sem fararskjóti.
Það er erfitt að hjóla upp upp upp þegar litlar fætur stíga pedalana og þurfti oft að minna á einbeitingu þegar forvitnin dró athygli að öðrum hlutum. Sú stutta talar einnig mikið (fær það víst frá móðurgenum er mér sagt...) og þegar hún enn sem oftar heyrði ekki og beygði því ekki var hún áminnt á að tala ekki út í eitt.... Óeki mamma ég skal vanda mig - sagði sú stutta og hjólaði af krafti en þegar talið tók aftur yfir og hún heyrði ekki tilmæli kom hún með útskýringu sem setti af stað hláturkrampa hjá móðri móður - fyrirgefðu mamma en ég held ég tali út í tvö....
Knús
Bloggar | 16.6.2008 | 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölskyldan skrapp í sveitina í gær og leitaði sæluna uppi. Við byrjuðum í sundlauginni á Dalvík og heilluðumst mjög af fjólubláa þemanu þar í bæ. Eftir sundið biðu okkar kaffi, te og heimbakaðar vöfflur í Svarfaðardalnum. Strákastuð fólst síðan í að fara í Demolition ham og brjóta og bramla ýmsa muni í ruslagámi. Heimalingurinn Bótólfur hljóp á móti færandi fólki og drakk heita mjólk úr pela af mikilli áfergju. Áróra átti erfitt með að skilja hvernig mamma litla hrútsins gat fengið af sér að afneita honum, enda hvernig á barn eins og hún, sem á frábæra mömmu, að geta skilið svona afneitun?
Það voru þreyttir krakkar sem skriðu í ból að loknum degi og er ég lagðist í hvílu mína þá dró ég fram bleika bók sem mér áskotnaðist í ferðinni. Bókin er mjög svo fallega bleik og ber titilinn Aunt Margaret´s Lover sem er í sjálfu sér ekkert sérstaklega catchy - hins vegar er undirtitillinn langur og skemmtilegur og ég er að spá í að gera hann að mínum og birta í næstu Dagskrá - svona hljómar hann og ég mun aðeins þurfa að gera smá breytingar....
"Woman, 39 seeks lover for one year. I offer good legs, bright mind, happy disposition in return for well-adjusted solvent male between 35 and 40. April to April. No expectations.
ég hlakka mikið til að lesa bókina og sjá hvernig svör Aunt Margaret fékk og svo verður kannski frh hér á síðum um viðbrögð við minni útfærslu!!!
Bloggar | 19.5.2008 | 21:05 (breytt kl. 21:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag er 16. maí sem táknar að í gær var 15. maí. Í gær var einnig sérstaklega góður dagur. Það má segja að gærdagurinn hafi verið sérstaklega góður fyrir margar af mínum nánustu vinkonum. Í gær voru 57 ár síðan móðir mín fæddist - Til hamingju með daginn elsku mamma mín.
Í gær fæddist einnig lítil stúlka sem lengi hefur verið beðið eftir. Elsku Adda og Hejdi til hamingju með litlu prinsessuna ykkar - ég hlakka mikið til að skreppa yfir á meginlandið og sjá nýju skvísuna.
Nýtt blogg var einnig stofnað í gær og er þetta fyrsta færslan hér en vonandi bíður bloggsins mikið af skemmitlegum vangaveltum og hugrenningum sem eru handan hornsins.
Bloggar | 16.5.2008 | 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)