15. maí 2008

Í dag er 16. maí sem táknar að í gær var 15. maí.  Í gær var einnig sérstaklega góður dagur.  Það má segja að gærdagurinn hafi verið sérstaklega góður fyrir margar af mínum nánustu vinkonum.  Í gær voru 57 ár síðan móðir mín fæddist - Til hamingju með daginn elsku mamma mín. 

Í gær fæddist einnig lítil stúlka sem lengi hefur verið beðið eftir.  Elsku Adda og Hejdi til hamingju með litlu prinsessuna ykkar - ég hlakka mikið til að skreppa yfir á meginlandið og sjá nýju skvísuna. 

Nýtt blogg var einnig stofnað í gær og er þetta fyrsta færslan hér  en vonandi bíður  bloggsins mikið af skemmitlegum vangaveltum og hugrenningum sem eru handan hornsins.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú líst mér á þig!

Hlakka til að lesa hina ýmsu pistla um lífið og tilveruna.

kv. systir þín

Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband