Fjölskyldan skrapp í sveitina í gær og leitaði sæluna uppi. Við byrjuðum í sundlauginni á Dalvík og heilluðumst mjög af fjólubláa þemanu þar í bæ. Eftir sundið biðu okkar kaffi, te og heimbakaðar vöfflur í Svarfaðardalnum. Strákastuð fólst síðan í að fara í Demolition ham og brjóta og bramla ýmsa muni í ruslagámi. Heimalingurinn Bótólfur hljóp á móti færandi fólki og drakk heita mjólk úr pela af mikilli áfergju. Áróra átti erfitt með að skilja hvernig mamma litla hrútsins gat fengið af sér að afneita honum, enda hvernig á barn eins og hún, sem á frábæra mömmu, að geta skilið svona afneitun?
Það voru þreyttir krakkar sem skriðu í ból að loknum degi og er ég lagðist í hvílu mína þá dró ég fram bleika bók sem mér áskotnaðist í ferðinni. Bókin er mjög svo fallega bleik og ber titilinn Aunt Margaret´s Lover sem er í sjálfu sér ekkert sérstaklega catchy - hins vegar er undirtitillinn langur og skemmtilegur og ég er að spá í að gera hann að mínum og birta í næstu Dagskrá - svona hljómar hann og ég mun aðeins þurfa að gera smá breytingar....
"Woman, 39 seeks lover for one year. I offer good legs, bright mind, happy disposition in return for well-adjusted solvent male between 35 and 40. April to April. No expectations.
ég hlakka mikið til að lesa bókina og sjá hvernig svör Aunt Margaret fékk og svo verður kannski frh hér á síðum um viðbrögð við minni útfærslu!!!
Flokkur: Bloggar | 19.5.2008 | 21:05 (breytt kl. 21:06) | Facebook
Athugasemdir
Ég get ekki beðið eftir að sjá auglýsinguna í Dagskránni: "Kona, ung í anda, óskar eftir elskhuga í eitt ár. Framlenging hugsanleg ef vel reynist."
Annars er Dalvík alveg sérstakur bær. Kannski við ættum að senda nýja miðbæjarforseta Reykjavíkur þangað í fegrunarleiðangur.
Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.